Ert þú að leita að okkur?
Are you looking for us?

Hlutastörf, full störf og sumarstörf í boði á ýmsum sviðum
Við erum að bæta við teymið okkar, bæði á Teríunni Brasserie og Múlabergi Bistro&Bar en báðir staðir eru reknir af sömu eigendum og teymi.
Við erum með magnað og fjölbreytt teymi og okkur vantar að bæta í hópinn.
Við hvetjum öll sem hafa mikinn áhuga á þjónustustörfum, vilja hafa gaman í vinnunnni og vilja bæta í reynslubankann.
Reynsla er kostur, menntun í fögunum er frábært
en það sem mestu máli skiptir er áhugi á starfinu sem þú sækir um
– það skiptir okkur öllu máli.
STÖRF Í BOÐI
ELDHÚS
VAKTSTJÓRI Í ELDHÚSI - FULLT STARF
Við leitum að metnaðarfullum stjórnanda með langa reynsla í faginu eða fagmenntun í matreiðslu. Mikill kostur ef þú hefur reynslu af stjórnendastörfum.
Unnið er á vöktum.
Vaktstjóri í eldhúsi hefur umsjón með allri verkstjórn á vaktinni, matreiðslu í eldhúsi, undirbúning matvæla, vinnslu hráefna og almennt gæðaeftirlit.
Vaktstjóri vinnur náið með stjórnendum í þróun og mótun staðarins og því mikil tækifæri fyrir réttan aðila.
MATREIÐSLUNEMI Á SAMNING - FULLT STARF
Margir af okkar matreiðslunemum eru að klára skóla um þessar mundir og því eru að opnast auð pláss fyrir nýja matreiðslunema sem vilja skrá sig á samning.
Endilega hafðu samband ef þú ert að velta fyrir þér nemasamningi í matreiðslu.
STARFSMAÐUR Í ELDHÚSI - HLUTASTARF
Lifandi og skemmtilegt starf í eldhúsi Teríunnar. Unnið er á kvöldin og um helgar.
Í starfinu felst meðal annars almenn matreiðsla rétta og undirbúningur hráefna.
Lágmarksaldur er 18 ár.
Möguleiki á fullu sumarstarfi og áframhaldandi hlutastarfi í vetur
STARFSMAÐUR Í ELDHÚSI - FULLT STARF
Lifandi og skemmtilegt starf í eldhúsi Teríunnar. Miklir möguleikar fyrir metnaðarfullan aðila. Reynsla af eldhússtörfum er kostur.
Starfið felur í sér almenna matreiðslu á Teríunni og undirbúning á matvælum undir góðri leiðsögn matreiðslumanna.
STARFSMAÐUR Í UPPVASK - HLUTASTARF
Lifandi og skemmtilegt starf í eldhúsi. Um er að ræða vaktavinnu á kvöldin og um helgar.
Starfið felur í sér þrif og frágang á búnaði og leirtaui. Mjög mikilvæg staða fyrir alla starfsemi hússins.
ÞJÓNUSTA
VAKTSTJÓRI Í SAL - FULLT STARF
Við leitum að metnaðarfullum stjórnanda með reynslu úr veitingageiranum, ennþá meiri kostur ef viðkomandi er með fagmenntun í framreiðslu.
Lágmarksaldur 20 ára
Vaktstjóri í veitingasal sinnir almennri verkstjórn á vaktinni, þjálfar starfsfólk og hefur umsjón með þjónustu og gæðastöðlum. Vaktstjóri vinnur náið með öðrum deildum í skipulagningu verkefna og hefur mikil áhrif á þróun og mótun staðarins. Kjörið tækifæri fyrir metnaðarfullan stjórnanda.
ÞJÓNN Í SAL - HLUTASTARF
Unnið er á kvöldin og um helgar.
Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Við erum að leita að kröftugum þjónum sem hafa mikinn metnað fyrir þjónustustarfi og vilja styrkja teymið okkar ennþá frekar.
MORGUNVERÐUR - SUMARSTARF
Við erum að bæta við A-manneskjum í hressan hóp morgunverðarteymis. Í boði er hlutastarf og fullt starf. Unnið er á vöktum frá kl 6 eða 7 á morgnanna.
Rík þjónustulund er skilyrði og vilji fyrir að gera þessa fyrstu máltíð dagsins bestu mögulegu upplifun fyrir gesti okkar.
Helstu verkefni eru uppstilling á morgunverðarhlaðborði, undirbúningur matvæla, þjónusta við gesti í veitingasal og uppsetningu á sal.